Tveir EFTA-dómarar vanhæfir?

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel. mbl.is

Hugsanlegt er að tveir af þeim þremur dómurum sem sæti eiga í EFTA-dómstólnum kunni að vera vanhæfir til þess að fjalla um Icesave-málið, en eins og fram kom á mbl.is í morgun hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákveðið að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóminn einkum vegna þess að þau hafi ekki tryggt að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) gæti staðið við skuldbindingar sínar þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008.

Þrír dómarar sitja í EFTA-dómstólnum og kemur einn frá hverju af þeim þremur EFTA-ríkjum sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES); Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Núverandi dómarar eru Carl Baudenbache frá Liechtenstein, fyrrum lagaprófessor, sem jafnframt er forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson frá Íslandi, fyrrum hæstaréttardómari og lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Per Christiansen frá Noregi, fyrrum lagaprófessor við Háskólann í Tromsø.

Páll var skipaður dómari við EFTA-dómstólinn frá og með 15. september síðastliðnum en áður hafði hann meðal annars verið formaður rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið þar sem meðal annars var fjallað efnislega um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta og um ábyrgð á innistæðum meðal annars í tengslum við Icesave-deiluna.

Ummæli í fjölmiðlum um Icesave

Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu 11. júní í sumar tók Christiansen sæti í EFTA-dómstólnum í byrjun þessa árs en hann hafði áður sem prófessor við háskólann í Tromsø tjáð sig um Icesave málið í fjölmiðlum.

Þannig sagði hann til að mynda í samtali við norska dagblaðið Aftenposten 12. janúar 2010 að það fjárhagslega tjón sem orðið hefði vegna Icesave-málsins væri fyrst og fremst afleiðing íslenskra ákvarðana. Að hluta til af hálfu íslenskra stjórnvalda og að hluta til íslenskra banka. „Ef menn eru þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi ekki að greiða fyrir tapið verður samhliða því að svara þeirri spurningu hver eigi þá að greiða fyrir það,“ var ennfremur haft eftir honum í fréttinni.

Í samtali við vefmiðilinn Pressan.is 13. janúar 2010 sagði Christansen að það eina sem virtist ljóst væri að Íslendingum bæri lagaleg skylda til þess að greiða innistæðutryggingar vegna Icesave-reikninganna. Sagði hann ennfremur að þar sem það væri  í lögum að slíkar tryggingar skyldu greiddar hlyti það að þýða að ríkið færi ekki eftir tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar ef ekki reyndist mögulegt að greiða þær út.

Fordæmi fyrir vanhæfi

Þá sagði í frétt Morgunblaðsins að fordæmi væru fyrir því að dómarar við EFTA-dómstólinn hafi sagt sig frá málum vegna þess að þeir hafi áður fjallað opinberlega um efni þeim tengt. Þannig hafi forseti dómsins, Carl Baudenbacher, sagt sig frá máli árið 2008 þar sem hann hafði áður en hann varð dómari ritað fræðilegar greinar sem tengdust efni þess.

Samkvæmt þeim reglum sem gilda um EFTA-dómstólinn er dómari vanhæfur til þess að fjalla um mál hafi hann á einhvern hátt komið að því. Þess utan getur dómari lýst sig sjálfan vanhæfan telji hann ástæðu til og þá getur forseti dómsins tilkynnt dómara að hann telji að hann ætti ekki að fjalla um ákveðið mál.

Ef dómarar við EFTA-dómstólinn reynast vanhæfir til þess að fjalla um mál eru kallaðir til varadómarar dómsins. Í tilfelli Íslands eru það Áslaug Björgvinsdóttir, héraðsdómari, og Benedikt Bogason, dómstjóri. Í tilfelli Noregs gegna því hlutverki Ola Mestad, lagaprófessor, og Bjørg Ven, lögmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sundföt
...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Bænasamkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...