Leikskólastjórnendur mótmæla

Þórunn Gyða Björnsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags stjórnenda leikskóla, afhendir Jóni ...
Þórunn Gyða Björnsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Félags stjórnenda leikskóla, afhendir Jóni Gnarr undirskriftirnar í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Ómar

Leikskólastjórnendur í Reykjavík afhentu Jóni Gnarr borgarstjóra mótmæli með  undirskriftum um 90% félagsmanna, þar sem þess er krafist að borgin dragi til baka niðurfellingu á yfirvinnugreiðslum leikskólakennara, sem þeim sé gert að framkvæma um áramótin á meðan aðrar starfsstéttir í leikskólum séu ekki skertar í kjörum. Nemur kjaraskerðing leikskólakennara um 10%.

Um 90% leikskólastjórnenda í Reykjavík skrifuðu undir mótmælin. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda í leikskólum, var meðal þeirra sem voru viðstaddir afhendingu mótmælanna í Ráðhúsinu í dag.

Í nokkur ár hafa verið greiddar yfirvinnugreiðslur til allra sem starfa í leikskólum borgarinnar. Leikskólakennarar, sem hafa lögverndað starfsheiti og fagmenntun, gerðu samninga aðeins umfram aðrar stéttir, sem felast í launaleiðréttingu til samræmis við grunnskólakennara. Reykjavíkurborg ákvað þá að segja leikskólakennurum einum upp þessum yfirvinnugreiðslum, en öðrum ekki.

„Þetta hefur þau áhrif að aðrar starfsstéttir fara jafnvel framúr leikskólakennurum í launum. Félag leikskólakennara mun eflaust skoða það mál, en það sem leikskólastjórnendur eru ósáttir við er að þurfa að segja leikskólakennurum upp þessari kjarabót og brjóta þannig jafnræðisreglu Reykjavíkurborgar,“ segir Ingibjörg, sem bætir við að niðurskurður á leikskólum borgarinnar hafi bitnað mjög á starfsemi þeirra og þjónustu. Lengra verði ekki komist í niðurskurði.

„Við vonumst til að þetta verði dregið til baka. Reykjavíkurborg er langt á eftir öðrum sveitarfélögum með það að fjölga leikskólakennurum. Á meðan það ætti að fjölga í stéttinni þá er vegið að þeim einum með uppsögn á hlunnindum,“ segir Ingibjörg en í Reykjavík eru menntaðir leikskólakennarar í 30% af stöðugildum leikskólanna, á meðan hlutfallið er t.d. um 90% á Akureyri.

„Þetta endar með því að Reykjavík mun missa leikskólakennara úr skólunum," segir Ingibjörg að lokum.

Leikskólastjórnendur fjölmenntu í Ráðhúsið í dag.
Leikskólastjórnendur fjölmenntu í Ráðhúsið í dag. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...