Telur forsetann reiðubúinn að hætta við að hætta

LIlja Mósesdóttir, alþingismaður.
LIlja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mér fannst Ólafur Ragnar gefa í skyn að hann vildi láta af störfum sem forseti en væri tilbúinn að halda áfram um sinn eða þar til ný stjórnarskrá og Icesave málið væri komin í höfn.“

Þetta segir Lilja Mósesdóttir alþingismaður á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast ekki eftir endurkjöri í forsetakosningunum í vor.

Lilja segir tilkynningu Ólafs um ákvörðun sína í nýársávarpinu í morgun óljósa í þessum efnum og telur að hann hafi með henni gefið í skyn að hann væri eftir sem áður opinn fyrir áskorun frá þjóðinni um að halda áfram sem forseti.

Facebook-síða Lilju Mósesdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert