Enginn aðdragandi að málinu

Friðrik Már Baldursson, prófessor.
Friðrik Már Baldursson, prófessor. mbl.is/Ómar

„Það var enginn aðdragandi að þessu. Ég veit ekki um neitt sem hefði átt að verða þessa valdandi,“ segir Friðrik Már Baldursson prófessor í samtali við mbl.is. Að öðru leyti sagðist hann ekki hafa mikið meira um málið að segja.

Eitt af síðustu verkum Jóns Bjarnasonar í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var að fara fram á það við Friðrik að hann viki úr sæti stjórnarformanns Hafrannsóknastofnunar Íslands.

Hringt var í Friðrik 29. desember síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að hann segði af sér sem stjórnarformaður. Í stað Friðriks skipaði Jón Erlu Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sjávariðjunnar í Rifi, sem stjórnarformann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert