Andlát: Sigursteinn Gíslason

Sigursteinn Gíslason.
Sigursteinn Gíslason. mbl.is/hag

Sigursteinn Gíslason andaðist í dag eftir baráttu við krabbamein, 43 ára að aldri. Hann fæddist 25. júní árið 1968.

Sigursteinn var einn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu en hann lék lengst af með ÍA og KR. Hann vann níu meistaratitla í efstu deild og þrjá bikarmeistaratitla á sínum ferli auk fjölmargra mótasigra í öðrum keppnum.

Eiginkona Sigursteins er Anna Elín Daníelsdóttur og eiga þau þrjú börn.

mbl.is