Unga fólkið flytur út

Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en ...
Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en til þess mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls fluttust 1.404 fleiri frá landinu á síðasta ári en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 2.134 fluttust úr landi umfram aðflutta.

Alls fluttust 6.982 frá landinu, samanborið við 7.759 á árinu 2010. Alls fluttust 5.578 manns til Íslands árið 2011, sem er svipaður fjöldi og árið 2010 þegar 5.625 manns fluttu til landsins, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Mun fleiri íslenskir ríkisborgarar flytja heldur en útlenskir

Íslenskir ríkisborgarar voru mun fleiri en erlendir í hópi brottfluttra, eða 4.135 á móti 2.847. Íslenskir ríkisborgarar voru einnig fleiri meðal aðfluttra en erlendir, 2.824 á móti 2.754. Alls fluttust því 1.311 íslenskir ríkisborgarar úr landi umfram brottflutta, en 93 erlendir ríkisborgarar.

„Árið 2004 hófust tímar mikilla búferlaflutninga til og frá landinu sem standa enn.  Fyrstu fimm árin, 2004-2008, fluttist 15.921 einstaklingur til Íslands umfram brottflutta. Undanfarin þrjú ár (2009-2011) snerist dæmið hinsvegar við og héðan hafa alls 8.373 einstaklingar flust til útlanda umfram aðflutta. Á þessum átta árum hafa því flust 6.918 manns til landsins umfram brottflutta,“ segir í frétt Hagstofu Íslands.

Noregur tekur við flestum íslenskum ríkisborgurum

Árið 2011 fluttust 3.022 íslenskir ríkisborgarar til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar af 4.135 alls. Flestir fluttust til Noregs, eða 1.508. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 2.113 af 2.824 alls, flestir þó frá Danmörku, eða 1.206. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan komu líka 768 erlendir ríkisborgarar. Þetta flutningsmynstur hefur haldist óbreytt frá því 2009, nema hvað Noregur hefur orðið hlutfallslega vinsælli meðal íslenskra ríkisborgara og dregið hefur úr vægi Póllands sem helsta áfangastaðar erlendra ríkisborgara.

Unga fólkið fer

Árið 2011 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20–24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 23 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30–34 ára.

Árið 2011 fluttu 986 fleiri karlar úr landi en til landsins og 418 fleiri konur fluttu frá landinu en til þess. Fram til ársins 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004–2008. Á þeim árum fluttust til landsins 4.215 fleiri karlar en konur. Á undanförnum þremur árum hafa hins vegar 3.833 fleiri karlar en konur flust úr landi umfram aðflutta. Hlutfall kynjanna í mannfjöldanum hefur því jafnast á nýjan leik.

Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru tilkynntir flutningar 58.186 einstaklinga. Eftir það fækkaði innanlandsflutningum jafnt og þétt og náðu þeir lágmarki sínu árið 2010 þegar 46.535 einstaklingar skiptu um lögheimili. Árið 2011 varð aftur á móti fjölgun í fyrsta sinn frá árinu 2007 en þá mældust innanlandsflutningar 49.398. Flestir þeirra voru flutningar innan sveitarfélags (31.067). Alls fluttu 10.040 einstaklingar milli sveitarfélaga innan landsvæðis árið 2011 en 8.291 einstaklingur flutti frá einu landsvæði til annars.

Straumurinn til höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja

Þegar aðeins er litið á innanlandsflutninga lá straumurinn frá öllum landsvæðum til höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Þangað fluttu alls 682 umfram brottflutta til annarra landsvæða. Hlutfallslega var flutningsjöfnuðurinn óhagstæðastur á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum, Suðurlandi og Vesturlandi en brottfluttir til annarra landsvæða voru litlu fleiri en aðfluttir á Austurlandi og Norðurlandi eystra, segir í frétt Hagstofunnar.

Langflestir þeirra sem fluttust til útlanda komu frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1.280 alls af 1.404). Fleiri fluttust til útlanda frá öðrum landsvæðum en komu, nema á Austurlandi og Vesturlandi. Þegar litið er til bæði innanlands og utanlandsflutninga var Austurland eina landsvæðið sem kom út með jákvæðan flutningsjöfnuð árið 2011 en þangað fluttu 4 fleiri en fluttu brott.

mbl.is

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Hleðslutæki fyrir Li-ion og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...