Möguleiki að lengja í lánum

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng. mbl.is

Frumvarp fjármálaráðherra um Vaðlaheiðargöng felur í sér að ef kostnaður við göngin verði meiri en áætlað er eða tekjur af göngunum minni er reiknað er með verði lánstími lána vegna ganganna lengdur.

Fjármálaráðherra hefur látið vinna frumvarp um fjármögnun Vaðlaheiðargangna og verður það kynnt fljótlega. Frumvarpið hefur verið rætt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, en eftir er að leggja það fram í ríkisstjórn.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið láni fjármagn til ganganna og því verður ígildi ríkisábyrgðar á lánunum. Lánveitingin fellur því undir lög um ríkisábyrgðir. Gert er ráð fyrir að lánið verði endurgreitt þegar framkvæmdatíma er lokið og búið er að reka göngin í tiltekinn tíma. Framkvæmdin verður því fjármögnuð á markaði eftir að framkvæmdum er lokið.

Gunnar Tryggvason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir að gert sé ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði í einkaframkvæmd af tveimur ástæðum. Það geri öðrum aðilum en ríkinu fært að styðja verkefnið, svo sem sveitarfélögum eða hagsmunaaðilum á svæðinu. Þeir hafi lagt fram eigið fé í gegnum félagið Greið leið. Félagið komi til með að innheimta veggjöld og það komi til með að bera allan kostnaðinn ef áætlanir gangi eftir.

Gunnar segir að ef kostnaður við göngin verði meiri en áætlað er eða tekjur verði minni sé gert ráð fyrir að lengt verði í lánum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert