Ekki drekka og fara á Facebook

Almennt gerir fólk sér ekki grein fyrir því hversu varanlegt efni sem fer inn á netið getur verið. Þetta segir Stefán Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania, og bendir á að Landsbókasafn haldi utan um íslenska netvirkni í því samhengi. Margir geti jafnframt bætt samskiptatækni sína á netinu þar sem gömul og góð gildi á borð við „aðgát skal höfð í nærveru sálar“ ættu að vera heiðruð. 

Þetta kom fram á málþingi sem haldið var í HÍ í Stakkahlíð í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn var í dag. Hér er að finna upplýsingar og fróðleik um netöryggi.

Börn segir Stefán oft vera ágætlega upplýst en fullorðnir gætu oft gert betur og bendir á stjórnmála- og fjölmiðlamenn sem hafi misstigið sig á netinu. Góð þumalputtaregla væri t.a.m. að fara ekki inn á samskiptavefinn Facebook eftir að áfengi hafi verið haft um hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert