Breyttist með Steingrími

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Framsóknarflokkurinn átti í ágætu samstarfi við sjávarúvegsráðuneytið vegna nýs kvótafrumvarps í ráðherratíð Jóns Bjarnasonar. Eftir að Steingrímur J. Sigfússon tók við lyklavöldunum lokaði ráðuneytið á það samstarf, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gaf í skyn eftir að frumvarpið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi að hún reiknaði með stuðningi framsóknar við frumvarpið.

Sigurður Ingi segir stuðninginn skilyrtan við að komið verði til móts við kröfur framsóknar.

Innihaldi stefnu Framsóknarflokksins

„Vonandi er það rétt hjá forsætisráðherra að frumvarpið innihaldi stefnu Framsóknarflokksins sem við lögðum fram á vorþinginu sem þingsályktunartillögu í fyrra. Og vonandi er það rétt að það sé verið að reyna að ná víðtækri sátt meðal þjóðarinnar og hagsmunaðila.  Það hefur ekkert samráð verið haft við okkur framsóknarmenn við gerð nýja frumvarpsins. Vonandi er það rétt að frumvarp ríkisstjórnarinnar sé byggt á stefnu Framsóknarflokksins. Þar var að finna nýtingarsamninga til 20 ára sem voru framlengjanlegir.

Það snerist einnig um að koma ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindinni inn í stjórnarskrá og síðan eru nokkrar útfærslur á byggðakvótanum og strandveiðunum sem við vildum gera að meiri nýliðunarveiðum og að lokum að það væri lögð áhersla á nýsköpun og aukna arðsemi í greininni. Vonandi er það rétt hjá forsætisráðherra að í nýja frumvarpinu sé að finna allt þetta. Við vorum í ágætu sambandi við ráðuneytið framan af vinnunnar – en ekkert eftir að Steingrímur J. Sigfússon tók við. Ef að frumvarpið sem að Steingrímur er að koma fram með núna byggir á frumvarpi Jóns sem hann lagði fram í lok nóvember að þá getur það vel verið rétt hjá forsætisráðherra að það sé margt í frumvarpinu sem veldur því að það er breiðari stuðningur við það,“ segir Sigurður Ingi og heldur áfram.

Vilja sjá frumvarpið fyrst

„Vonandi er búið að taka inn skynsama punkta inn í frumvarpið og henda frumvarpinu sem var kynnt í fyrravor ... Við lýstum algjörri andstöðu við það. Vonandi hafa stjórnarflokkarnir dregið í land. Það kom fram í umræðum í fyrravor þegar við töluðum fyrir okkar stefnu samtímis og þeirra frumvarp var lagt fram ... að það væri margt í tillögum okkar sem væri vert að skoða og vonandi hafa þeir tekið tillit til þess," segir Sigurður Ingi sem tekur vitanlega fram að hann geti ekki tjáð sig um hvort framsókn styðji nýja frumvarpið fyrr en flokkurinn hefur fengið að sjá það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »

Djúp lægð á hraðferð

07:12 „Stormurinn í dag er sá síðasti í kortunum í bili, útlit er fyrir að hæðir ráði ríkjum við landið í næstu viku og að þá verði veður tiltölulega rólegt og lítið um úrkomu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Bílar fastir á Mosfellsheiði

06:51 Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða bílstjóra sem fest höfðu bíla sína uppi á Mosfellsheiði. Aðgerðir stóðu nú fram undir morgun. Á heiðinni var slæmt skyggni og er hún enn talin ófær en mokstur stendur yfir. Meira »

Hlaut áverka á höfði eftir árás

06:00 Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkurborgar.  Meira »

Hús Íslandsbanka rifið

05:30 Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins. Meira »

Von á mikilli rigningu

05:52 Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu. Veður fer hlýnandi og má búast við 5-10 stigum í kvöld. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum og sýna varúð á ferðalögum. Meira »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »

Margir sem hafa skorað á Harald

05:30 Margir hafa skorað á Harald Benediktsson, 1. þingmann Norðvestur-kjördæmis, að bjóða sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður í Laugardalshöll 16.-18. mars nk. Meira »

Göngin hafa sparað milljarða

05:30 Viðhald og vegabætur á Hvalfjarðarvegi gætu hafa kostað 1.200-2.000 milljónir króna síðustu 20 ár ef Hvalfjarðargöng hefðu ekki komið til í júlí árið 1998. Meira »

Sunna Elvira flutt til Sevilla

05:30 Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni undanfarinn mánuð í kjölfar falls, verður í dag flutt á bæklunarsjúkrahús í Sevilla. Meira »

Endar í uppstillingu í Eyjum

Í gær, 22:16 Ekki bárust nógu mörg framboð til röðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Því var ákveðið að fara í uppstillingu. Aðeins sjö framboð bárust en þau þurftu að vera tíu að lágmarki, samkvæmt samþykkt aðalfundar fullltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Meira »

Streymið er tækni sem ósamið er um

05:30 Áskriftarstreymi hefur aldrei verið hluti af framseldum réttindum í útgáfusamningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Um slíkt þarf að semja sérstaklega sem ekki hefur verið gert. Meira »

Sjúkratryggingar vilja segja upp samningi

Í gær, 22:38 Sjúkratryggingar Íslands hafa tilkynnt sérgreinalæknum og sjúkraþjálfurum að þeir megi eiga von á því að rammasamningi þeirra og Sjúkratrygginga verði sagt upp. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur einnig verið látin vita af þessu. Meira »

2 milljóna króna bótakrafa

Í gær, 21:56 Bótakrafa að fjárhæð 2 milljóna króna liggur fyrir í máli Houssin Bsraoi sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í janúar. Lilja Margrét Olsen, réttargæslumaður hans, telur ólíklegt að túlkur hafi verið viðstaddur við þegar honum var vísað úr landi á þriðjudaginn. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Kerra mjög lítið notuð.
Til sölu mjög lítið notuð Verð :85000.- uppl: 8691204....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...