Gunnar Birgisson greiði sekt

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Gunnar Birgisson og Sigrúnu Ágústu Bragadóttur til að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs gefið Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar.

Í málinu voru auk Gunnars og Sigrúnar ákærð Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau eru hins vegar sýknuð af öllum sakargiftum.

Ákært var fyrir að ávaxta fé Lífeyrissjóðs Kópavogs með ólögmætum hætti með því að lána í formi peningamarkaðslána og með því að blekkja FME með bréfi sem stjórn sjóðsins sendi stofnuninni þar sem því var lýst yfir að fjárfestingar sjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997 þrátt fyrir að sjóðurinn hefði veitt Kópavogsbæ peningamarkaðslán.

Hvað varðar fyrri liðinn taldi dómurinn að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að stjórn lífeyrissjóðsins hafi verið óheimilt að ávaxta fé lífeyrissjóðsins með lánveitingum til Kópavogsbæjar í formi peningamarkaðslána. Voru þau því sýknuð af refsikröfunni.

Aðrir vissu ekki af yfirlýsingunni

Í öðrum ákærulið var stjórnarmönnum gefið að sök brot gegn 1. mgr. 146. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa gefið FME upplýsingar sem hafi verið rangar, þegar þau í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME hinn 15. janúar 2009, sem undirrituð var af Gunnari og Sigrúnu Ágústu, „lýstu því yfir að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, þrátt fyrir að lífeyrissjóðurinn hefði 6. janúar 2009 veitt Y peningamarkaðslán að fjárhæð kr. 330.000.000 sem var í andstöðu við heimildir 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997.“

Ágreiningur var um það hvort lífeyrissjóðnum hafi í greinargerð sinni borið að gefa upp stöðu sjóðsins miðað við áramót eða 15. janúar 2009. Stjórnarmennirnir héldu því fram að miða hafi átt við áramótastöðuna og samkvæmt henni hafi greinargerðin verið rétt. Dómurinn taldi hins vegar miða bæri við stöðu sjóðsins 15. janúar 2009, en ekki áramótin.

„Það var hins vegar ekki gert og í greinargerð sjóðsins var í engu getið láns sem [Kópavogsbæ] var veitt 6. janúar 2009 að fjárhæð 330 milljónir króna. Með þessari lánveitingu voru fjárfestingar sjóðsins ekki innan heimilda 36. gr. laga nr. 129/1997, nánar tiltekið 3. og 5. mgr. 36. gr. laganna. Yfirlýsingin í greinargerð lífeyrissjóðsins til FME 15. janúar 2009, um að ljóst væri að fjárfestingar lífeyrissjóðsins samrýmdust 36. gr. laga nr. 129/1997, sem ákærðu [Gunnar] og [Sigrún Ágústa] undirrituðu, var því röng,“ segir í dómnum.

Aðrir stjórnarmenn héldu því fram að þeim hafi ekki verið kunnugt um þessa fullyrðingu fyrr en löngu síðar, eða 18. maí 2009. Tölvupóstsamskipti studdu það að þau hafi ekki vitað af þessari fullyrðingu þegar greinargerðin var send FME og voru þau því af þeirri ástæðu ekki sakfelld fyrir að veita FME rangar upplýsingar.

Málskostnaður upp á 8.097.888 krónur

Töluverðan málskostnað leiddi af málinu og var Gunnari gert að greiða 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns og Sigrún Ágúsa 1/5 af 1.506.000 króna þóknun verjanda síns.

Málskostnaður þeirra sem sýknuð voru af öllum kröfum nam 5.085.888 og greiðist hann úr ríkissjóði eins og 4/5 hluta málskostnaðar Gunnars og Sigrúnar Ágústu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »

Djúp lægð á hraðferð

07:12 „Stormurinn í dag er sá síðasti í kortunum í bili, útlit er fyrir að hæðir ráði ríkjum við landið í næstu viku og að þá verði veður tiltölulega rólegt og lítið um úrkomu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Bílar fastir á Mosfellsheiði

06:51 Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða bílstjóra sem fest höfðu bíla sína uppi á Mosfellsheiði. Aðgerðir stóðu nú fram undir morgun. Á heiðinni var slæmt skyggni og er hún enn talin ófær en mokstur stendur yfir. Meira »

Hlaut áverka á höfði eftir árás

06:00 Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkurborgar.  Meira »

Hús Íslandsbanka rifið

05:30 Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Von á mikilli rigningu

05:52 Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu. Veður fer hlýnandi og má búast við 5-10 stigum í kvöld. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum og sýna varúð á ferðalögum. Meira »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Ukulele
...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...