Arnar Sigurðsson: Staða Íbúðalánasjóðs

Arnar Sigurðsson
Arnar Sigurðsson

„Leið Íbúðalánasjóðs til heljar er vitaskuld vörðuð góðum ásetningi eins og „öryggi, jafnrétti, möguleika og viðráðanleg kjör. Íbúðalánasjóður er hins vegar ekkert annað en millilag, n.k. heildsala sem tekur peninga að láni og lánar út aftur, rétt eins og venjulegir bankar gera“, segir Arnar Sigurðsson í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að ef vaxtaþóknun sjóðsins sé skoðuð mætti ætla að reksturinn ætti að vera vel „viðráðanlegur“ fyrir bankamenn hins opinbera en svo er hins vegar ekki. Vextir þeir sem sjóðurinn borgar eru u.þ.b. 2% en útlánin, þ.e. hin (ó)viðráðanlegu kjör til almennings eru hins vegar 4,7%. Vaxtamunurinn samsvarar því ekki minna en 100% álagningu.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Arnar: „Íbúðalánasjóður hefur nú þegar siglt á ísjaka eins og Titanic forðum. Almenningur getur treyst á að stjórnmálamenn munu fumlaust endurraða þilfarsstólunum eins og sést í hinni nýju fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar þar sem áætlað er að leggja sjóðnum til 2 milljarða í eigið fé en breyta engu að því er starfsemina varðar“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert