Segja meirihlutann brjóta innkaupa- og siðareglur

Konukot.
Konukot. mbl.is/Ásdís

Innkaupastofnun og borgarlögmaður hafa staðfest að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar þegar samið var við Samhjálp um rekstur gistiskýlisins fyrir karla að Þingholtsstræti 25. Ljóst er að um er að ræða meðvitað brot þar sem sviðið hafði skömmu áður samið við Rauðakross Íslands um rekstur gistiskýlis fyrir konur og þá fylgt innkaupareglum í hvívetna. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks sem lögð var fram á fundi í velferðarráði í gær.

Að mati velferðarráðsfulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks er brotið alvarlegt þar sem ekki var auglýst eftir áhugasömum eins og vera ber. Full ástæða er til að ætla að áhugasamir hefðu gefið sig fram eins og raunin var þegar síðast var auglýst vegna rekstur gistiskýlis fyrir karla og SÁÁ gaf kost á samvinnu.

„Það er nöturlegt að fylgjast með því hvernig meirihluti Besta flokks og Samfylkingar leyfir sér að brjóta innkaupa- og siðareglur, þær tvær samþykktir borgarinnar sem helst eiga að verja íbúana gegn spillingu í stjórnsýslunni,“ segir í bókuninni.

 Þetta hafi verið gert í kjölfar bókunar innkauparáðs sem lá fyrir fundinum en hún er samhljóða áliti borgarlögmanns sem lagt var fram á fundi borgarráðs 22. mars sl. sem svar við fyrirspurn borgarfulltrúa Vinstri grænna um málið.

 Bókun innkauparáðs er svohljóðandi: „Ljóst er að innkaupareglum Reykjavíkurborgar var ekki fylgt við gerð samnings um rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Innkauparáð telur það ámælisvert. Eins og máli þessu er háttað, telur Innkauparáð þó ekki ástæðu til íhlutunar. Innkauparáð leggur áherslu á að innkaupareglum Reykjavíkurborgar sé fylgt í hvívetna.“

 Að mati fulltrúa Vinstri grænna og Sjálfstæðislokks er það óyggjandi að innkaupareglur borgarinnar hafi verið brotnar þegar samið var við Samhjálp um 21% hækkun vegna reksturs Gistiskýlisins fyrir árið 2012. Í innkaupareglum segir að heimilt sé að veita undanþágu frá útboðsskyldu en í 13 gr. reglnanna segir þó að „skylt er að afla samþykkis innkauparáðs um fyrirhuguð innkaup á þjónustu birta skal auglýsingu á vefsvæði Reykjavíkurborgar um verkefnið og auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka það að sér. Leita skal umsagnar innkaupaskrifstofu um auglýsinguna áður en hún er birt.“

 Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokks segja velferðarsvið hvorki hafa leitað samþykkis innkauparáðs né auglýsti eftir áhugasömum þrátt fyrir að hafa skömmu áður farið nákvæmlega eftir umræddum verkferlum í tilfelli Konukots, fengið heimild innkauparáðs og auglýst eftir áhugasömum.

 „Á þeim fundi reyndi meirihlutinn að varpa sökinni á starfshóp um utangarðsfólk sem Heiða Helgudóttir leiddi en það stóðst ekki nánari skoðun. Hópurinn átti að fara yfir þjónustu við utangarðsfólk og að sjálfsögðu tilheyra bæði neyðarskýli borgarinnar, Gistiskýlið og Konukot, þeim málaflokki. Meirihlutinn bar því einnig við að réttlætanlegt hafi verið að brjóta innkaupareglur borgarinnar vegna þess að samningurinn við Samhjálp gilti í stuttan tíma. Samningurinn vegna Gistiskýlisins er í 11 mánuði en samningurinn vegna Konukots er í 12 mánuði. Þessi litli munur réttlætir ekki það að farið sé á svig við svo mikilvægar reglur,“ segir í bókuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

Í gær, 14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

Í gær, 13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

Í gær, 13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

Í gær, 12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

Í gær, 12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

Í gær, 11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

Í gær, 10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

Í gær, 11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

Í gær, 11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

Í gær, 09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...