Solveig Lára vígslubiskup á Hólum

Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Solveig Lára Guðmundsdóttir sigraði í kosningu um embætti vígslubiskup á Hólum, en atkvæði í síðari umferð kosninganna voru talin í dag.

Tvö voru í kjöri í síðari umferð, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Atkvæði féllu þannig að sr. Kristján Björnsson fékk 70 atkvæði og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir fékk 96 atkvæði.

Alls  voru 181  á kjörskrá, 174 greiddu atkvæði eða  96 %.  Þrjú atkvæði voru auð og fimm ógild.

Solveig Lára verður vígð í embætti á Hólahátíð í ágúst. Hún tekur við embættinu af Jóni Aðalsteini Baldvinssyni.

Solveig Lára Guðmundsdóttir er sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hún var áður sóknarprestur á Seltjarnarnesi. Eiginmaður hennar er sr. Gylfi Jónsson. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn.

mbl.is

Bloggað um fréttina