Ragnar Önundarson: Um Grímsey, Grímsstaði og Grænland

Ragnar Önundarson.
Ragnar Önundarson. Ásdís Ásgeirsdóttir

Ragnar Önundarson skrifar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem telur að gjalda beri varhug við áhuga og ásókn útlendinga í landsvæði á Íslandi. Nefnir hann meðal annars viðskipti Kínverjans Huangs Nubo með Grímsstaði á Fjöllum. 

Hann segir að til að skilja Kínverja verðum við að hugsa eins og þeir, í öldum en ekki í árum. „Þeir leita eftir ónýttum tækifærum, vannýttu landi og auðlindum.“ Bendir Ragnar á áhuga Kínverja á Grænlandi sem geymir mesta ferskvatnsforða heims og er auðugt af góðmálum, en Kínverjar vilja gera stóra höfn við Nuuk, þrjá flugvelli á Vestur-Grænlandi og fimm kínversk námufélög eru að vinna járn, kopar, gull og sjaldgæfa málma, s.s. úran.

„Við getum enn tekið réttar ákvarðanir,“ segir Ragnar. „Við getum varast að veita erlendum ríkjum ítök og staðfestu hér á landi. Við eigum sjálf að virkja græna orku og nýta landsgæði þannig að Íslendingar vilji búa hér og snúa heim eftir nám og störf erlendis. Við þurfum að hugsa til þess tíma þegar við verðum nálægt 440 þúsund talsins, eftir aðeins 50 ár. Þá verður gott að eiga skuldlausar vatnsaflsvirkjanir sem „mala gull“.“ 

Grein Ragnars er á blaðsíðu 25 í Morgunblaðinu í dag, en áskrifendur geta einnig lesið hana hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert