Guðgeir fékk 14 ára dóm

Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal.
Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal. mbl.is

Guðgeir Guðmundsson, sem stakk Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar Lagastoða, þann 5. mars síðastliðinn, var dæmdur í 14 ára fangelsi.

Skúli lá í marga daga milli heims og helju á gjörgæsludeild eftir árásina. Í ákærunni segir að Guðgeir hafi stungið hann ítrekað í líkamann, með þeim afleiðingum að hann hlaut fimm stungusár, þar af fjögur sem voru hvert um sig lífshættuleg þótt aðrir áverkar hefðu ekki komið til.

Guðgeir er einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás á Guðna Bergsson, starfsmann Lagastoða, en hann stakk hann með hnífi tvisvar í lærið.

Íhugaði að vinna manni mein

Guðgeir sagði fyrir dómi að hann hafi íhugað það nokkrum dögum fyrir atburðinn að vinna einhverjum starfsmanni lögfræðistofunnar mein. Þá hafi hann ákveðið kvöldið áður að hafa hnífinn með sér er hann færi þangað. „Verður við það miðað að ekki síðar en þá hafi myndast ásetningur hjá ákærða til að stinga starfsmann lögfræðistofunnar með hnífi,“ segir í dómnum.

Guðgeir var með hníf með 13 cm löngu blaði á sér þegar hann fór til fundar við starfsmann Lagastoðar vegna skuldar sem var í innheimtu. Hann stakk Skúla ítrekað. Að mati dómsins er framburður Guðgeirs um að hann hafi veitt Skúla áverka með því að stinga eða fálma með hnífnum aftur fyrir sig óljós og ótrúverðugur. Framburður hans að þessu leyti samrýmist hvorki lýsingum Skúla á því hvernig atlagan gekk fyrir sig, né læknisfræðilegum gögnum í málinu.

Dómarinn segir að af framburði Skúla, læknisvottorði og framburði vitnis verði ályktað, að Guðgeir hafi gengið ákveðið til verks og beitt hnífnum af afli. Þá bar Guðni Bergsson að ákærði hefði ekki látið af atlögunni fyrr en hann var yfirbugaður. „Atlaga ákærða að Skúla var lífshættuleg og réð hending því að ekki hlaust bani af. Var atlagan með þeim hætti að lagt verður til grundvallar að ákærði hafi viljað að Skúli biði bana af,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Hnífnum beitt af afli

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir kom fyrir dóm og lýsti þeim áverkum sem Skúli fékk. Hann segir að áverkarnir sem Skúli fékk hafi verið djúpir, en ekki ýkja langir. Miðað við hnífinn, sem beitt var, væri ljóst að allt hnífsblaðið hefði gengið inn í líkama Skúla. Rifbein hafi kubbast í sundur beggja vegna. Væri þetta til marks um að hnífnum hafi verið beitt af afli, en talsvert átak þurfi til að rif fari í sundur. Tómas sagði að ekki hefði munað nema nokkrum sentímetrum að hnífurinn færi í hjartað.

Guðgeiri var gert að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur með vöxtum og Guðna 800.000 krónur í miskabætur með vöxtum. Honum var jafnframt gert að greiða málskostnað.

mbl.is

Innlent »

Björn Ingi nýr verkefnisstjóri almannavarna

14:01 Björn Ingi Jónsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Meira »

Fjórir mánuðir fyrir hótanir

13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hótanir og fíkniefnabrot. Þá voru gerð upptæk hjá honum tæplega 900 grömm af kannabisefnum og fjórar kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en hann hefur frá árinu 2013 fengið tvo dóma og verið sektaður sex sinnum fyrir fíkniefnatengd mál. Meira »

Viðtal við uppljóstrarann á Klaustri

13:30 Dómsmál kann að verða höfðað gegn Báru Halldórsdóttur uppljóstrara. Í viðtali við Ísland vaknar segir Bára að hún hafi ekki stórar áhyggjur af málinu. Hún segist ekki sjá eftir gjörningnum og myndi hiklaust gera þetta aftur. Meira »

Met slegið í fjölda útkalla

13:12 Þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa það sem af er ári farið í 265 útköll og hafa þau aldrei verið fleiri. Flugdeildin hefur því sett enn eitt metið í fjölda útkalla. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

13:09 Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

13:04 Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Margir kærðir fyrir hraðakstur

11:56 Á annan tug ökumanna hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Tveir þessara ökumanna voru að auki grunaðir um ölvunarakstur. Meira »

Mældu fjölda eldinga í gær

11:48 Alls mældust 34 eldingar yfir Íslandi í gær frá því klukkan 14:00 og fram á nótt. Loft yfir suðurhluta landsins var mjög óstöðugt í gær en tíðni eldinga var með meira móti. Meira »

Innleiða samræmt atvikaskráningakerfi

11:35 Innleiðing á nýju atvikaskráningakerfi á landsvísu mun gera stjórnendum embættis landlæknis kleift að fylgjast með umfangi, tíðni og úrvinnslu atvika sem eiga sér stað á viðkomandi stofnun. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 var kynnt í dag. Meira »

„Kanarítölur“ á Siglufirði

11:12 „Þarf einhver til Kanarí á svona degi?“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings í gærkvöldi. Talsverður hiti mældist víða um land í gær en hæstur varð hann 13,6 stig rétt norðan við Siglufjörð. Meira »

Fólk sækir í dýrari vöru nú um jólin

10:45 Næstu tvær helgar eru einhverjar mestu verslunarhelgar ársins. Það er prýðilegt hljóð í verslunarmönnum fyrir hátíðirnar en ófá íslensk fyrirtæki reiða sig mjög á desember. Meira »

Fresta afgreiðslu samgönguáætlunar

10:20 Afgreiðslu samgönguáætlunar hefur verið frestað til 1. febrúar á næsta ári. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á fundi formanna allra flokka á þingi í gær. Meira »

Vestfirðingur fékk 131 milljón

10:02 Það var fjölskyldufaðir vestan af fjörðum sem hneppti annan vinning í EuroJackpot síðasta föstudag, rúmlega 131 milljón króna. Maðurinn hafði verið að kaupa jólagjafir í Kringlunni þegar hann keypti miðann í Happahúsinu. Meira »

Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

08:28 Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson. Meira »

Hafarnastofninn hefur styrkst mikið

07:57 Óvenjumörg ný verpandi hafarnapör fundust á liðnu sumri, að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar, sviðsstjóra í dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Íslenski arnarstofninn telur nú 82 pör og urpu 53 þeirra í vor og komu upp 39 ungum. Meira »

Strekkingsvindur með skúrum

07:53 Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri. Meira »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...