Guðgeir fékk 14 ára dóm

Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal.
Guðgeir Guðmundsson leiddur í dómssal. mbl.is

Guðgeir Guðmundsson, sem stakk Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar Lagastoða, þann 5. mars síðastliðinn, var dæmdur í 14 ára fangelsi.

Skúli lá í marga daga milli heims og helju á gjörgæsludeild eftir árásina. Í ákærunni segir að Guðgeir hafi stungið hann ítrekað í líkamann, með þeim afleiðingum að hann hlaut fimm stungusár, þar af fjögur sem voru hvert um sig lífshættuleg þótt aðrir áverkar hefðu ekki komið til.

Guðgeir er einnig ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás á Guðna Bergsson, starfsmann Lagastoða, en hann stakk hann með hnífi tvisvar í lærið.

Íhugaði að vinna manni mein

Guðgeir sagði fyrir dómi að hann hafi íhugað það nokkrum dögum fyrir atburðinn að vinna einhverjum starfsmanni lögfræðistofunnar mein. Þá hafi hann ákveðið kvöldið áður að hafa hnífinn með sér er hann færi þangað. „Verður við það miðað að ekki síðar en þá hafi myndast ásetningur hjá ákærða til að stinga starfsmann lögfræðistofunnar með hnífi,“ segir í dómnum.

Guðgeir var með hníf með 13 cm löngu blaði á sér þegar hann fór til fundar við starfsmann Lagastoðar vegna skuldar sem var í innheimtu. Hann stakk Skúla ítrekað. Að mati dómsins er framburður Guðgeirs um að hann hafi veitt Skúla áverka með því að stinga eða fálma með hnífnum aftur fyrir sig óljós og ótrúverðugur. Framburður hans að þessu leyti samrýmist hvorki lýsingum Skúla á því hvernig atlagan gekk fyrir sig, né læknisfræðilegum gögnum í málinu.

Dómarinn segir að af framburði Skúla, læknisvottorði og framburði vitnis verði ályktað, að Guðgeir hafi gengið ákveðið til verks og beitt hnífnum af afli. Þá bar Guðni Bergsson að ákærði hefði ekki látið af atlögunni fyrr en hann var yfirbugaður. „Atlaga ákærða að Skúla var lífshættuleg og réð hending því að ekki hlaust bani af. Var atlagan með þeim hætti að lagt verður til grundvallar að ákærði hafi viljað að Skúli biði bana af,“ segir í niðurstöðu dómsins.

Hnífnum beitt af afli

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir kom fyrir dóm og lýsti þeim áverkum sem Skúli fékk. Hann segir að áverkarnir sem Skúli fékk hafi verið djúpir, en ekki ýkja langir. Miðað við hnífinn, sem beitt var, væri ljóst að allt hnífsblaðið hefði gengið inn í líkama Skúla. Rifbein hafi kubbast í sundur beggja vegna. Væri þetta til marks um að hnífnum hafi verið beitt af afli, en talsvert átak þurfi til að rif fari í sundur. Tómas sagði að ekki hefði munað nema nokkrum sentímetrum að hnífurinn færi í hjartað.

Guðgeiri var gert að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur með vöxtum og Guðna 800.000 krónur í miskabætur með vöxtum. Honum var jafnframt gert að greiða málskostnað.

mbl.is

Innlent »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

3,2 milljarðar gengu ekki út

Í gær, 23:00 Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru tæpir 3,2 milljarðar króna.  Meira »

Oddný hætt í Þingvallanefnd

Í gær, 22:13 Oddný G. Harðardóttir situr ekki lengur í Þingvallanefnd og hefur varamaður hennar, Guðmundur Andri Thorsson, tekið sæti Samfylkingarinnar í nefndinni. Oddný var ein þriggja nefndarmanna sem studdu ráðningu Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur í starf þjóðgarðsvarðar Þingvalla. Meira »

Dæmdur fyrir hatursorðræðu

Í gær, 21:55 Sema Erla Serdar fagnar því að Héraðsdómur Suðurlands hafi dæmt mann sekan um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla í athugasemdakerfi DV í júlí 2016: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“. Meira »

Jólageitin mætt undir ströngu eftirliti

Í gær, 21:12 Sænska jólageitin er mætt fyrir utan verslunina IKEA stærri og dýrari en nokkru sinni fyrr. Geitin, sem vegur um sjö til átta tonn, var hífð upp með krana í dag. Líkt og í fyrra verður geitin undir ströngu eftirliti svo brennuvargar geri sér ekki að leik að kveikja í henni. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

Í gær, 20:01 „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra Meira »

Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Í gær, 19:44 Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kallaði fram í fyrir ráðherra: „Þvæla!“

Í gær, 19:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sem áður gegndi sama embætti, tókust á um stöðu yfirmanns fiskeldissviðs Hafrannsóknastofnunar í fyrirspurnatíma á Alþingi. Meira »

Repja knýi allan flotann

Í gær, 19:28 Skinney – Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Líf kviknar í kvöld

Í gær, 19:22 Í kvöld hefst ný þáttasería í Sjónvarpi Símans, nýjir þættir sem unnir eru út frá bókinni Kviknar eftir Andreu Eyland. Þættirnir fjalla um alla þætti fæðinga. Andrea mætti í Magasínið ásamt Sigríði Þóru Ásgeirsdóttur leikstjóra þáttanna, sem verða sex samtals. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Ósamræmi í umferð hernaðartækja

Í gær, 18:56 Stjórn Flugmálafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem talað er um ósamræmi Reykjavíkurborgar gagnvart umferð hernaðartækja um sveitarfélagið. Meira »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

Í gær, 18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

Í gær, 18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

Í gær, 18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...