Kínversk sendinefnd kynnti sér metanólvinnslu

Metanólverksmiðjan í Svartsengi
Metanólverksmiðjan í Svartsengi mbl.is

„Þeir báðu sem sagt um þennan fund með okkur til þess að kynna sér tækni CRI, verksmiðjuna í Svartsengi og þær aðferðir sem við höfum til að endurvinna koltvísýring,“ segir Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Carbon Recycling International. Í gærmorgun var haldin stutt ráðstefna á vegum Carbon Recycling International og Samtaka iðnaðarins þar sem fjallað var um rannsóknir kínversku Vísindaakademíunnar á aðferðum til að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið.

Tilefni ráðstefnunnar var heimsókn kínverskrar sendinefndar sem hingað er komin til að kynna sér þá tækni sem CRI hefur þróað og nýtir í verksmiðju sinni í Svartsengi við Grindavík. Fyrir sendinefndinni fer Chunli Bai, forseti kínversku Vísindaakademíunnar, en með honum í för eru Kuiling Ding, prófessor í efnafræði og forseti Sjanghæ stofnunarinnar í lífrænni efnafræði, og prófessor Long Liu, sem starfar hjá sömu stofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert