Líklega ekki ísbjörn heldur Árni Björn

Sporin eru 20-25 sm í þvermál og mynda djúpar skálar …
Sporin eru 20-25 sm í þvermál og mynda djúpar skálar í sandfjörunni. Lögreglan á Blönduósi

Hjónin Árni Björn Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir telja sporin í fjörunni hafa verið eftir þau en ekki hvítabjörn. Þau áðu í fjörunni við Geitafell á Vatnsnesi eftir að hafa verið í kajakferð og þekktu spor sín þegar þau voru sýnd í fréttum. Gunnhildur sagðist telja líklegt að í víkinni við Geitafell hefði ekki verið hvítabjörn heldur „bara Árni Björn!“

Fréttir bárust af meintum sporum eftir hvítabjörn í fjörunni á Vatnsnesi í síðustu viku, réttri viku eftir að hjónin áðu í víkinni. Árni hafði strax samband við lögregluna á Blönduósi, sl. fimmtudag, og sagði henni frá ferðum þeirra hjóna. Þegar Árni sá svo myndskeið í fréttatíma sjónvarps úr fjörunni um kvöldið var hann sannfærður um að um væri að ræða sömu fjöruna og þau hjónin áðu viku fyrr. Hann þekkti ekki aðeins fótsporin í sandinum heldur sá hann einnig kjölfar eftir kajak þar sem honum hafði verið brýnt upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina