„Allt gengið samkvæmt áætlun“

Þriðja keppnisdegi er lokið á heimsmeistaramótinu í crossfit í Carson í Kaliforníu. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Þuríður Erla Helgadóttir og lið Crossfit sport og Crossfit Reykjavíkur hafa lokið keppni.

Annie Mist Þórisdóttir er efst í kvennaflokki með 46 stiga forskot, Númi Snær Katrínarson var síðastur inn í úrslit í karlaflokki og Hilmar Harðarson sem keppir í aldursflokknum 55 til 59 ára er í fjórða sæti. Það verður því spennandi að sjá hvernig lokadagurinn fer.

Annie Mist segir allt hafa gengið upp á þriðja keppnisdegi samkvæmt áætlun. Hún segist mjög sátt með árangur dagsins.

Æfingar fyrir síðasta keppnisdag hafa ekki verið birtar og því spennandi að vita hvernig framhaldið verður. Hingað til í keppninni hafa keppendur fengið að vita með nokkrum fyrirvara um keppnisæfingarnar en síðasta daginn er ekkert slíkt í boði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert