Heyrúllur gegn ESB-aðild

Bændur víða um land hafa stillt upp heyrúllum með áletruninni …
Bændur víða um land hafa stillt upp heyrúllum með áletruninni ESB - NEI TAKK. mbl.is/ÓM

Víða í sveitum landsins má nú sjá rúllubagga með áletrun gegn ESB-aðild. Rúllubagginn á myndinni var við fjölfarinn þjóðveginn um Snæfellsnes, í túnfætinum hjá bænum Gríshóli.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru límmiðar með áletruninni nýlega auglýstir í Bændablaðinu og kostar hver miði þrjú þúsund krónur.

mbl.is