Jörð skalf við Austmannsbungu

Mýrdalsjökull. Úr myndasafni.
Mýrdalsjökull. Úr myndasafni. mbl.is/RAX

Jarðskjáflti af stærðinni 3,8 varð í dag klukkan 15:48 við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli.

Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu S. Vogfjörð, rannsóknarstjóra hjá Veðurstofu Íslands, hafa nokkrir minni skjálftar fylgt í kjölfarið.

Engin tilkynning hefur þó borist um að fólk hafi orðið vart við skjálftann og þá fylgir honum ekki mikill órói að sögn Kristínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka