„Ákveðinn í að vera ekki síðastur“

Arnar Helgi var langt frá því að vera síðastur að ...
Arnar Helgi var langt frá því að vera síðastur að marklínunni, en um 199 hlauparar komu í mark á eftir honum.

Meðal þeirra sem unnu hvað stærst afrek í Reykjavíkurmaraþoni síðastliðinn laugardag var án efa Arnar Helgi Lárusson sem fór heilt maraþon í hjólastól. Arnar Helgi fór 42,2 kílómetrana á 5:08 í venjulegum innihjólastól.

Aðspurður segist Arnar sáttur með dagsverkið. „Ég er rosalega ánægður með þetta, en ég hef stefnt á maraþonið í 3 ár og undirbjó mig markvisst fyrir það í sumar,“ segir Arnar Helgi. Hann setti sér þó hófsöm markmið. „Ég stefndi að því að ná mældum tíma, en tíminn er aðeins mældur fram að 6 klukkustundum og 20 mínútum,“ segir Arnar sem náði því markmiði léttilega. „Ég var líka búinn að ákveða að ég ætlaði ekki að vera síðastur.“ Hann náði því markmiði að sama skapi, en Arnar Helgi fór maraþonið hraðar en um 199 hlauparar sem fóru vegalengdina á tveimur jafnfljótum.

Arnar fór maraþonið ekki á sérútbúnum hjólastól. „Þetta er venjulegur, óbreyttur innihjólastóll. Þess vegna varð ég að horfa vel fram fyrir mig allan tímann því minnsta steinvala hefði getað sprengt dekkin eða valdið því að hann ylti,“ segir Arnar.

Lenti í slysi fyrir 10 árum

Hann lenti í mótorhjólaslysi fyrir 10 árum sem olli því að hann lamaðist fyrir neðan bringu. „Ég hef þó fullan styrk í höndunum sem skiptir gríðarlegu máli,“ segir Arnar Helgi.

Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki afreki sem þessu. „Ég æfði mikið í sumar, fór æfingahringinn minn sem er 15 km þrisvar í viku auk þess sem ég lyfti 5 sinnum í viku,“ segir Arnar Helgi. „Þetta eru auðvitað allt aðrir vöðvar en hlauparar nota, í handleggjunum er mikið um litla vöðva sem mikið tekur á við áreynslu af þessu tagi,“ segir Arnar. „Ég hætti þó að lyfta vikuna fyrir hlaupið og hafði þá ekki ýtt mér í einhverjar vikur til að hvíla,“ segir Arnar. Hann fann vel fyrir afleiðingunum af hlaupinu síðustu daga. „Mestu harðsperrurnar voru á sunnudagsmorgninum, en ég er furðu góður miðað við átökin og í raun miklu betri en ég hafði átt von á,“ segir hann.

Svolítið keppnisskap

Um var að ræða fyrsta skipti sem Arnar Helgi tekur þátt í skipulögðu götuhlaupi. „Og fyrsta skipti sem ég tek þátt í einhverri íþrótt ef út í það er farið,“ segir Arnar sem ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Blaðamaður undrast að hann skuli byrja götuhlaupaferilinn á heilu maraþoni frekar en að fara styttri vegalengdir. „Ég vissi fyrir víst að ég gæti farið 10 kílómetra, en ég hafði aldrei farið lengra en 20 kílómetra í einu áður. Það varð að vera einhver áskorun í þessu,“ segir Arnar Helgi og hlær.

Arnar segist þó hafa beðið eftir veðurspánni fram á síðustu stundu til að tryggja að hugmyndin væri yfirleitt möguleg. „Ég var ekkert að auglýsa þetta því ég vissi að ef það yrði rigning og aðstæður slæmar þá gæti þetta ekki orðið að raunveruleika. Ég vonaði að það yrði gott veður og það gekk sem betur fer eftir,“ segir Arnar.

Aðspurður hvaðan hann sæki hvatann að þolraun sem þessari segir Arnar hann koma að innan. „Maður er alltaf að reyna að vera betri maður, tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og hreyfa sig. Þegar maður byrjar að stunda hreyfingu vekur það hjá manni ákveðna fíkn í að verða sífellt betri,“ segir Arnar Helgi. Inntur eftir því hvort hann sé keppnismaður segir hann svo vera. „Já, ég held það, það er svolítið keppnisskap í mér,“ segir hann.

Lenti á vegg við 25 kílómetra

Arnar hefur náð gríðarlegum árangri í þjálfun sinni síðustu ár. „Fyrir um þremur árum tók mig 3 klukkustundir að fara 15 kílómetra æfingahring. Með markvissum æfingum náði ég því niður í um 1:45 klst,“ segir Arnar en í Reykjavíkurmaraþoni fór hann 10 kílómetra á 1:03 og hálfmaraþon (21,1 km) á 2:22.

Maraþonið gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Ég lenti hreinlega á vegg í kringum 25 kílómetrana. Þá stoppaði ég tvisvar og hélt hreinlega að eitthvað hefði flækst í dekkin því ég rann ekkert áfram. Ég fann líka fyrir magaverkjum, mikill hiti var á þessum tímapunkti og allar litlar brekkur voru orðnar að fjöllum. Svo þegar ég fór að nálgast 30 kílómetrana hugsaði ég sem svo að í raun væri bara einn æfingahringur eftir og þá léttist allt aftur,“ segir Arnar Helgi. Kona Arnars, Sóley Bára Garðarsdóttir, hjólaði með honum allan tímann. „Mikill stuðningur var í því,“ segir Arnar.

Hann segist ekki ætla aftur í maraþon í bráð. „Ég hugsa að ég gæti ekki farið maraþon aftur á næstunni, enda tekur það langan tíma að jafna sig,“ segir hann.

Arnar vill koma á framfæri þökkum til aðstandenda Reykjavíkurmaraþons. „Ég er rosalega ánægður með þá sem stóðu að þessu hlaupi, ég fékk mjög góð viðbrögð þegar ég hafði samband viku fyrir hlaup og sagði þeim frá áformum mínum,“ segir Arnar. 

„Ég var búinn að ákveða að vera ekki síðastur,“ segir ...
„Ég var búinn að ákveða að vera ekki síðastur,“ segir Arnar Helgi Lárusson sem fór heilt maraþon á hjólastól í Reykjavíkurmaraþoni síðastliðinn laugardag.
Arnar Helgi var eins og gefur að skilja ánægður með ...
Arnar Helgi var eins og gefur að skilja ánægður með árangurinn, en hann fór maraþonið á 5:08 klukkustundum. Kona Arnars, Sóley Bára Garðarsdóttir hjólaði með honum alla leiðina.
mbl.is

Innlent »

Henti þvottavélinni með fötunum í

15:50 „Nærfötin mín bara virðast ekki ætla að hætta að enda með einhverju móti á enduvinnslustöðvum sorpu um alla borg,“ segir í stöðuuppfærslu Dagnýjar Daggar Bæringsdóttur unnustu Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Facebook. Sönn saga hér um einkaþjálfara sem henti nærfötunum hennar með þvottavélinni. Meira »

Sakar meirihlutann um blekkingar

15:44 „Þetta er fullkominn útúrsnúningur og blekkingarleikur hjá ráðherranum. Það stendur alveg skýrum stöfum frá þessum sama ráðherra að það stendur til að lækka fyrirhugaða fjáraukningu til öryrkja,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður fjárlaganefndar. Meira »

Í samstarf um að bæta strandlínu

15:42 Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Landmælinga Íslands skrifuðu undir samstarfssamning í dag sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum að strandlínu landsins. Meira »

Fresturinn lengdur um eitt ár

14:41 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að framlengja um 12 mánuði frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14:27 „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

„Ljót pólitík gagnvart viðkvæmum hópi“

14:09 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, sakar í samtali við mbl.is Ágúst Ólaf Ágústsson, annan varaformann fjárlaganefndar og þingmann Samfylkingarinnar, um að stunda „ljóta pólitík gagnvart viðkvæmum hópi.“ Meira »

Ræddu stöðuna í þýskum stjórnmálum

13:39 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sat kvöldverð með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Merkel ávarpaði þar gesti alþjóðlegrar ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung. Meira »

Tíð innbrot í bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu

13:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um rúmlega hundrað innbrot í ökutæki frá því 1. október. Um það bil helmingur þessara innbrota hefur átt sér stað í miðborginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. Meira »

Kynna nýtt CFC-frumvarp

12:37 Drög að nýju frumvarpi um svokallað CFC-ákvæði (e. Controlled foreign corporation) í skattalögum hefur verið kynnt á samráðsgátt stjórnvalda. Megintilgangurinn er að heimila skattlagningu CFC-tekna hér á landi og sporna gegn því að innlendir skattaðilar flytji fjármagn til svæða eða ríkja sem leggja á lága eða enga skatta. Meira »

Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs

12:04 Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Hann hefur starfað síðustu 10 árin sem framkvæmdastjóri félagasamtaka nú síðast fyrir Siðmennt og áður fyrir garðyrkjubændur. Meira »

Sýni ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum

11:58 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vegna breytinga á hagspá milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga þurfi að stilla af einstaka liði, m.a til að sýna ábyrgð í útgjöldum og efnahagsmálum. Stjórnvöld séu þó að auka heildarútgjöld um 4,6% af u.þ.b. 900 milljörðum í fjárlögum ársins 2019. Meira »

„Fullkominn misskilningur“

11:17 „Það er fullkominn misskilningur að um sé að ræða einhvers konar hagræðingaraðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhagsspá,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um fréttir af því að dregið verði úr hækkun framlags til öryrkja, úr fjórum milljörðum í 2,9 milljarða. Meira »

Allt að 12 stiga hiti um helgina

10:41 Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins. Meira »

Furða sig á samráðsleysi

10:11 Félagar í Sviðslistasambandi Íslands gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...