Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Sigurgeir

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að við höfum lent í ýmsu og það hefur náttúrlega verið sárt að sjá þingmenn yfirgefa þingflokkinn.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, spurður um orð Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, um að samstaða og samheldni innan flokksins hafi horfið.

Katrín lét þau orð falla í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar VG sem fram fór á Hólum í Hjaltadal um helgina. „Auðvitað vildum við sjá meiri samstöðu í gegnum þessa erfiðu tíma en það breytir ekki því að uppistöðu til hefur flokkurinn staðið þétt saman og flokksráðið á bak við ráðherra, þingflokk og stjórn og það endurspeglaðist á þessum fundi.“

Steingrímur sagði mikla samstöðu innan flokksins um að fara þyrfti yfir stöðuna í Evrópumálunum. Hann vildi þó ekki gefa nákvæmlega upp hvort flokkurinn hefði það á stefnuskránni fyrir næstu kosningar að hætta aðildarviðræðum við ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »