Ósammála úrskurði

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ósammála úrskurði kærunefndar jafnréttismála varðandi ráðningu í sýslumannsembætti á Húsavík. Nefndin segir ráðherra hafa brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Svavar Pálsson í stöðuna í stað Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem einnig sótti um.

„Ég bendi á að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að bæði væru jafn hæf til að gegna embættinu,“ segir Ögmundur. „Hún tók þá tillit til ýmissa mælanlegra þátta eins og prófgráða. Þegar ég lagði heildstætt mat á umsækjendur, tók með ýmis huglæg atriði, var það málefnaleg niðurstaða mín að annar umsækjandinn væri heppilegri. En bæði eru þau prýðilega hæf í starfi.

Sjálfur vildi ég beita bæði rökum og sanngirni í málinu. Mér líkar ekki tónninn í úrskurðinum þar sem fundið er að því að hlustað sé á umsagnir sem samstarfsfólk Svavars, fólk sem nefndin kallar „undirmenn“ hans, sendi mér að eigin frumkvæði. Og mér finnst furðulegt að segja að ekki beri að hlusta neitt á slíkar raddir.“

Ráðherra segir að um úrskurð sé að ræða en málsaðilar hljóti að mega tjá sig um hann. Aðspurður segir hann að ekki sé um neina spillingu eða flokkstengsl við VG að ræða í þessu máli. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »