Reiðin á spítalanum alvarlegt mál

Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.
Á þönum eftir löngum göngum Landspítalans.

Á mikilvægum deildum Landspítala er viðvarandi ástand að sjúklingar liggi frammi á gangi. Húsnæðið er að drabbast niður, engin ný tæki eru keypt og álag á starfsfólk eykst. Í þessu umhverfi kom launahækkun forstjóra spítalans eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn formanns Læknafélags Reykjavíkur. Læknar virðast þó margir hræddir við að tjá óánægju sína.

„Þetta var mjög óvænt. Það átti enginn von á þessu, því forstjórinn hefur sjálfur verið að biðla til fólks um að halda saman í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Mikil óánægjualda hefur risið innan Landspítalans sem ekki sér fyrir endann á og rekja má til ákvörðunar Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga  upp í 2,3 milljónir á mánuði.

Steinn skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, þar sem hann sagði skýringarnar sem gefnar væru fyrir launhækkuninni fráleitar og málið allt hið vandræðalegasta fyrir bæði ráðherrann og forstjórann.

Botnlaus yfirvinna og aukið álag

Steinn bendir á hörð viðbrögð allra stétta spítalans, bæði lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og segir málið mjög alvarlegt. „Fólk hefur verið að reyna að standa saman um það að halda heilbrigðisþjónustunni gangandi eins og best verður á kostið, við þær aðstæður sem við búum við, og þetta er náttúrulega ekki gott innlegg í þá baráttu. Að hækka launin hjá einum manni um 25-30% og láta alla aðra sitja eftir í súpunni, með botnlausa yfirvinnu og aukið vinnuálag án þess að það sé metið sérstaklega við fólk.“

Læknar og hjúkrunarfræðingar eru bundnir af kjarasamningi sem samið var um í fyrra og sjá því ekki fram á bætt kjör fyrr en í fyrsta lagi 2014, nema almennum kjarasamningum verði sagt lausum á næsta ári. Aðspurður segir Steinn að læknar geti í raun sáralítið gert, annað en að segja upp einstaklingsbundið. „Það eru mjög margir færir læknar inni á spítalanum sem eru að hugsa sig gang um hvort þeir eigi að halda áfram að vinna hér eða flytja til útlanda.“

Sjúklingar búa við verri kost

Hann bendir á að jafnvel þótt ekki kæmi til launahækkana mætti gera ýmislegt til að bæta kjör starfsfólks og um leið sjúklinga. „Það hefði auðvitað verið sanngirnismál af stjórnvöldum að sýna einhverja viðleitni í þá átt, þótt ekki væri nema til að bæta aðstæður á spítalanum, því hér eru til dæmis engin tæki keypt, húsnæðisaðstaðan drabbast niður og á mikilvægum deildum eru viðvarandi gangainnlagnir. Sjúklingar búa við verri kost hér en áður út af stöðugum niðurskurði. Starfsfólkið er að reyna sitt besta og hefur unnið þrekvirki, en það þarf auðvitað eitthvað jákvætt að gerast til að bæta hér aðstæður í heilbrigðisþjónustu.“

Steinn bendir á að um árabil og einnig í góðærinu hafi verið mikið aðhald í rekstri spítalans. „En núna hefur þetta keyrt um þverbak. Það hefur verið bullandi niðurskurður, og það er ótvírætt að Björn Zoëga hefur staðið sig ákaflega vel á þeim vettvangi.“ 

Læknar forðast að tjá sig

Líkt og mbl.is hefur sagt frá héldu hjúkrunarfræðingar tvo fjölmenna fundi í síðustu viku þar sem launahækkun forstjóra Landspítalans var rædd af þunga. Í kjölfarið var settur á fót aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga sem sett hefur saman kröfulista um bætt kjör, sem á morgun verður afhentur samninganefnd hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Sjúkraliðar hafa krafist fundar með öllum starfsmönnum spítalans, ráðherra og forstjóra, sem fyrst. Hefur heyrst að fjöldi úr þeirra röðum íhugi uppsagnir. 

Minna hefur hins vegar heyrst úr röðum lækna, en frekar gætt ákveðinnar fælni við að ræða við blaðamann. Aðspurður hvort læknar séu hræddir við að tjá sig segist Steinn þekkja dæmi þess að læknar séu teknir á teppið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum um mál sem kunni að vera framkvæmdastjórn spítalans óþægileg. Nú hafa þó Læknafélag Reykjavíkur og Félag almennra lækna boðað til sameiginlegs fundar, þar sem rædd verða kjaramál lækna og ástandið í heilbrigðisþjónustunni. 

Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Steinn Jónsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

Í gær, 16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

Í gær, 16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...