Þurfa 860 milljónir en fá 262

mbl.is/Hjörtur

Björn Zoëga, forstjóra Landspítala segir spítalann vera komin í vandræði með mörg tæki. „Báðir geislahermar spítalans biluðu í sumar og við verðum að endurnýja í það minnsta annað tækið á næsta ári enda eru þetta einu geislahermarnir á landinu,“ segir Björn.

Í samkomulagi við Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra, fór Björn fram á meiri stuðning við hin ýmsu verkefni LSH, m.a. aukið fé til tækjakaupa.  „Það var ákveðið að styðja spítalann í tækjakaupum með því að setja fram ákveðna fjárfestingaráætlun núna í ár og á næsta ár. Áætlunin færi svo til meðferðar í fjárlaganefnd Alþingis.“

Í fjárlagafrumvarpi þessa árs er gert ráð fyrir að Landspítalinn fái 262 milljónir til tækjakaupa en það segir Björn ekki vera nóg. „Við settum fram áætlun upp á 860 milljónir og það er sú upphæð sem spítalinn þarf nauðsynlega og þá erum við búin að forgangsraða mjög hart. Við þurfum í raun og veru milljarð á hverju ári næstu þrjú árin til að gera okkur sæmilega sjófær á nýjan leik.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert