„Ótímabært að svara þeirri spurningu“

Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar.
Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingar. mbl.is

„Það er ótímabært að svara þeirri spurningu,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður hvort hann muni bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar þegar Jóhanna Sigurðardóttir lætur af störfum sem formaður flokksins.

„Umræður okkar í Samfylkingunni munu leiða í ljós svörin við því á næstu vikum,“ bætir Helgi við.

Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti það fyrr í dag að hún ætlaði að láta af störfum sínum sem formaður Samfylkingarinnar við lok núverandi kjörtímabils. Þá ætlar hún einnig samhliða því að láta af þátttöku sinni í stjórnmálum.

mbl.is