Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á ...
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á þingi sambandsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrálát verðbólga og háir vextir valda því að venjuleg meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á að búa í venjulegri meðalíbúð. Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi ASÍ sem hófst í dag.

Gylfi sagði að ASÍ hefði valið að bregðast við efnahagshruninu með öðrum hætti en verkalýðshreyfingin víða í Evrópu. Verkalýðshreyfingin hér á landi hafi ekki valið leið átaka og deilna. Hann sagðist gera sér grein fyrir að þetta væri umdeilt. ASÍ ætti hins vegar að takast á við þessa gagnrýni, ræða hana og rýna og bregðast við með málefnalegum hætti

Húsnæðismálin eru í öngstræti

Gylfi sagði að ekki yrði framhjá því litið að húsnæðismál og húsnæðisöryggi félaga ASÍ-félaga væri „í öngstræti“. Hann gagnrýndi þær breytingar sem stjórnmálamenn hefðu gert á húsnæðiskerfinu á síðustu áratugum. „Í dag þegar við erum að glíma við afleiðingar efnahagshrunsins blasir við okkur alvarlegt hrun þessa kerfis. Mikil og þrálát verðbólga hefur keyrt vextina upp í rjáfur og í raun má segja að venjuleg meðalfjölskylda hafi ekki lengur ráð á því að búa í venjulegri meðalíbúð – og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði – sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið.“

Gylfi sagði að margir hefðu einblínt á það að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. „Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar.“

Gylfi sagði að lausnin fælist í raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er. „Staðreyndin er að vandinn liggur í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hlýtur það að vera eitt af forgangsverkefnum okkar að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Gylfi sagði að Alþýðusambandið hefði lagt í mikla vinnu í það sl. vetur að greina þennan vanda, hvers vegna vextir á Íslandi væru svo háir að við værum 20 árum lengur að endurgreiða venjulegt húsnæði en launafólk í nágrannalöndunum? „Þó mestu muni um stöðugleika þeirra gjaldmiðils, er ljóst að hægt er að ná vöxtum hér á landi verulega niður með meiri festu í stjórn gengis- og peningamála og breyttu fyrirkomulagi almennra húsnæðislána. Það er okkar hlutverk að berjast fyrir slíkum lausnum – lausnum sem lækka vexti okkar félaga í raun og veru!“

„Vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir“

Gylfi ræddi í ræðu sinni um gengismál og viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði að veik staða krónunnar væri aftur orðinn örlagavaldur um afkomu okkar og öryggi. Hann ræddi nýlega skýrslu Seðlabankans um valkosti í gengismálum, þ.e. upptaka evru eða króna. „Okkar krafa til gengis- og peningastefnunnar er, að hún leggi grunn að stöðugleika, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Niðurstaða Seðlabankans er sú að því verði vart náð með litlum fljótandi gjaldmiðli.

Vandinn er að það er of snemmt að segja til um hvor þessara leiða við eigum að fara eða getum farið því við vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir. Því er að mínu viti mikilvægt að ljúka viðræðunum um aðild okkar að ESB og freista þess að ná sem bestum samningi fyrir þjóðina. Þegar slíkur samningur liggur fyrir getum við lagt mat á kosti þess og galla út frá hagsmunum launafólks en á endanum er það þjóðin sem mun eiga síðasta orðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef haldið því fram að á tímum óvissu og samdráttar er það ekki skynsamlegt að takmarka valkostina, en að sama skapi er alveg ljóst að þjóðin þarf að finna lausn á vanda okkar gengis- og peningamála á allra næstu mánuðum. Lausn sem er hvoru tveggja í senn raunhæf og til þess fallin að auðvelda okkur að ná markmiðum okkar um aukna atvinnu og velferð en geti jafnframt verið mikilvægt veganesti í framtíðarskipan þessara mála.“

Gylfi ítrekaði það sem hann hefur áður sagt að hann teldi skynsamlegt að taka upp fastgengisstefnu. Aðstæður nú minni um margt á þær aðstæður sem voru í kringum 1990 þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, en þá var gengi krónunnar fest.

mbl.is

Innlent »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út og því verður fyrsti vinningur þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...