Kosning hafin - tvær aðferðir við talningu

Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni.
Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag verður kosið í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá. Talning atkvæða verður tímafrek en fyrstu tölur verða birtar kl. 23.

Kjörstaðir voru opnaðir kl. 9 í Reykjavík en víðast annars staðar á landinu verða þeir opnaðir kl. 10. Hér má finna lista yfir kjörstaði og opnunartíma þeirra og hér má finna ýmsa tengla á þjónustu vegna kosninganna.

„Þetta fer eftir kjörsókn, fyrst og fremst,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður, um það hversu langan tíma talning atkvæða í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í dag muni taka. Formenn annarra kjörstjórna taka í sama streng en ekki verður viðhöfð sama aðferð við talningu í öllum kjördæmum.

Flestir kjörstaðir á landinu verða opnaðir milli kl. 9 og 13 í dag en þeim verður öllum lokað kl. 22. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru alls 236.944 kjósendur á kjörskrá, þar af 118.833 konur og 118.111 karlar. Þegar kosið var til Alþingis 2009 voru kjósendur á kjörskrá 227.843 og hefur þeim fjölgað um 4%.

Spurningarnar á kjörseðlinum eru sex og hægt er að svara hverri þeirra með já-i eða nei-i. Katrín Theódórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að búast megi við því að talning verði mun tímafrekari en í öðrum kosningum en tvær aðferðir verða viðhafðar við talninguna.

Fljótlega von á fyrstu tölum

Í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi verður farið yfir allar spurningarnar sex á hverjum kjörseðli fyrir sig og þannig verður hver og einn seðill afgreiddur í einu lagi. Í Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmum norður og suður verður hins vegar farið yfir hverja spurningu á seðlinum fyrir sig. Sums staðar ætla menn að byrja á því að fara yfir fyrstu spurninguna á kjörseðlinum og svo koll af kolli en á öðrum stöðum verður hver spurning talinn við sitthvort borðið.

 Katrín segir að þannig verði úrslit kynnt fyrir hverja spurningu fyrir sig þegar á líður í Reykjavíkurkjördæmi norður en ekki hvernig staðan er á hverjum tíma fyrir allar spurningarnar.

Sveinn vonast til þess að hægt verði að birta fyrstu tölur um klukkustund eftir að talning hefst en menn hugsi þó fyrst og fremst um að tryggja örugga talningu. „Við erum bjartsýn á að klára þetta undir morgun,“ segir Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, en hann gerir ráð fyrir að fyrstu tölur úr kjördæminu verði birtar um kl. 23.

Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, segir hraða talningarinnar velta á því hvenær kjörkassar skila sér í hús.

Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta greitt atkvæði í Laugardalshöll milli kl. 10 og 17 í dag en á hádegi í gær höfðu alls um 12.300 kosið utan kjörfundar.

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...