Gripnir við veiðar á Þingvöllum

Hópur mann var staðinn að verki við ólöglegar rjúpnaveiðar á …
Hópur mann var staðinn að verki við ólöglegar rjúpnaveiðar á Þingvöllum um klukkan hálf tvö í dag. mbl.is/Ingólfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send ásamt lögreglumönnum frá Selfossi að Þingvöllum þar sem sést hafði til skotveiðimanna við rjúpnaveiðar um hálftvöleytið í dag.

Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni á Selfossi var um að ræða nokkuð fjölmennan hóp veiðimanna en lögreglu tókst einungis að hafa hendur í hári tveggja þeirra. Var hald lagt á skotvopnin og skotfæri, en mennirnir höfðu ekki náð að veiða fugl og því var ekki um ólöglega bráð að ræða.

Að sögn lögreglu eru rjúpnaveiðar innan þjóðgarðs með öllu bannaðar. Selfosslögregla vill koma þökkum áleiðis til Landhelgisgæslu fyrir aðstoð við verkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert