Gefa kost á sér fyrir Dögun

Margrét Tryggvadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.
Margrét Tryggvadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is

Ragnar Þór Ingólfsson sölustjóri og Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun vegna þingkosninganna á næsta ári.

„Ragnar Þór hefur barist fyrir réttindum lífeyrisþega og launafólks í stjórn VR og bauð sig fram gegn sitjandi forseta ASÍ í nýafstöðnum kosningum. Hann hefur einnig verið öflugur í baráttunni fyrir sanngirni í lánamálum heimilanna og endurskoðun lífeyris- og almannatryggingakerfisins. Ragnar starfar sem sölustjóri hjá Erninum og hefur starfað þar síðan 1992,“ segir í fréttatilkynningu.

Ennfremur segir að hann telji að fullreynt sé að treysta fjórflokknum fyrir sanngjarnri skiptingu lífgæða á Íslandi og sjái sig því knúinn til þess „að taka slaginn gegn brenglaðri sýn stjórnvalda“ á þann mikla vanda sem þjóðin sé í.

„Margrét er alþingismaður og öflugur talsmaður skuldsettra heimila. Hún hefur auk þess beitt sér fyrir nýrri stjórnarskrá og öðrum lýðræðisumbótum, bættum vinnubrögðum og stjórnmálamenningu. Margrét er bókmenntafræðingur og starfaði áður sem ritstjóri, barnabókahöfundur, þýðandi og textasmiður,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fram kemur að hún ætli að halda áfram að gera sitt allra besta fyrir fólkið í landinu. Hún hafi fundið á eigin skinni fyrir óréttlætinu og eignatilfærslunni og skilji því vel stöðu „sjálfhverfu kynslóðarinnar“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert