Huang Nubo þarf að sækja um aftur

Huang Nubo.
Huang Nubo. Ernir Eyjólfsson

Ráðherranefnd, sem falið var að fjalla um umsókn Zhongkun Grímstaða, fyrirtækis Huangs Nubo, segir að það þurfi að leggja inn aðra umsókn vegna fyrirhugaðrar fjárfestingar í uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Niðurstaða nefndarinnar var kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Zhongkun Grímsstaðir tilkynnti fyrr í þessum mánuði að það hygðist leggja fram frekari gögn vegna umsóknar sinnar. Í bréfi félagsins til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði að um leið hefði verið óskað eftir því að ráðherranefndin tæki ekki afstöðu til fyrirhugaðs fjárfestingarsamnings milli Zhongkun og íslenskra yfirvalda fyrr en þau hefðu verið lögð fram.

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, sagði í samtali við mbl.is að hann hefði ekki fengið neinar upplýsingar frá stjórnvöldum um að Zhongkun Grímsstaðir þyrfti að sækja um aftur.

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert