Keyrslu díselvéla hætt

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða. mynd/bb.is

Rafmagn frá landskerfinu er nú komið á Hólmavík og Reykhóla og díselkeyrlslu því lokið í þeim sveitum. Sídðegis í dag var keyrslu díselvéla einnig hætt í Súðavík og á Suðureyri.

Viðgerðarflokkar frá Orkubúi Vestfjarða lögðu í morgun af stað til viðgerða á rafmagnslínum. Frá Hólmavík fór vinnuflokkur á Trékyllisheiði, frá Patreksfirði fór flokkur til viðgerða á Tálknafjarðarlínu og frá Ísafirði fór vinnuflokkur til viðgerða á Breiðadalslínu.

Stefnt að því að koma málum þannig við að unnt væri að hætta keyrslu díselvéla á Ísafirði, Bolungarvík, Súðavík og Suðureyri og hefur það gengið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert