Hættustigi vegna snjóflóða aflýst á Vestfjörðum

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ákveðið hefur verið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóða á reit 9 á Ísafirði, Höfða, Kirkjubæ, og Funa, svo og Fremri-Breiðadal, Veðrará og Kirkjubóli í Önundarfirði.

Þar með er hættustigi vegna snjóflóða aflýst á öllum svæðum á Vestfjörðum.

„Veður hefur nú gengið niður um allt land. Í nótt hlýnaði en ekki varð vart við ný snjóflóð á þeim vegum sem eru opnir. Hættustigi hefur verið aflétt á öllum svæðum á Vestfjörðum þar sem húsnæði var rýmt undanfarna daga. Gert er ráð fyrir afléttingu óvissustigs um miðjan dag. Mikill snjór er víða til fjalla og þurfa ferðalangar að hafa varann á þegar farið er um svæði þar sem snjóflóð geta fallið,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert