Barnaníðingur verður yfirheyrður

Skjáskot af þætti Kastljóss. Sigmar Guðmundsson ræðir við Karl Vigni …
Skjáskot af þætti Kastljóss. Sigmar Guðmundsson ræðir við Karl Vigni Þorsteinsson. Skjáskot/RÚV

Barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson sem játað hefur tugi kynferðisbrota gegn börnum verður yfirheyrður af lögreglu. Kastljós Ríkisútvarpsins fjallaði um brot Karls Vignis í kvöld og kom meðal annars fram að ekki væru öll brot hans gegn börnum fyrnd, þó flest væru það.

Ekki hefur náðst í Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, í kvöld en á fréttavef Ríkisútvarpsins er haft eftir Björgvini að hann verði yfirheyrður með tilliti til þess sem kom fram í umfjöllun Kastljóss. Kannað verði hvort nýleg brot væru fyrnd og Karl Vignir beðinn um að veita nánari upplýsingar um brot og brotaþola.

„Þó ég sé skepna inn að beini vil ég ekki ljúga,“ sagði Karl Vignir og einnig. „Ég er búinn að líða svo mikið fyrir þetta. Ég hef ekki sofið heilu næturnar." Hann bætti við að hann vilji fá refsingu fyrir gjörðir sínar.

Frétt mbl.is um þátt Kastljóss

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert