Sjá ekki ávinning af munntóbaksbanni

Stóru tóbaksfyrirtækin horfa í auknum mæli til munntóbaks.
Stóru tóbaksfyrirtækin horfa í auknum mæli til munntóbaks. mbl.is

„Samt sem áður er nauðsynlegt að spyrja sig hvers vegna verið er að banna, vegna heilsufarsáhrifa, allt munntóbak sem er mun saklausara en reyktóbak sem er leyfð vara.“

Þetta segja Lúðvík Ólafsson lækningaforstjóri og Þorsteinn Blöndal yfirlæknir í athugasemd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við frumvarp velferðarráðherra um tóbaksvarnir o.fl. Markmið þess er að draga úr neyslu á reyklausu tóbaki.

Lúðvík og Þorsteinn benda á að skaðsemi reyklauss tóbaks sé hverfandi miðað við skaðsemi reykinga. Vel hreinsað efni eins og sænska snusið hafi mun lægri sjúkdómatíðni í för með sér en annað minna hreinsað munntóbak.

„Ennfremur er rétt að benda á að krabbamein sem eru gerð að umtalsefni í tengslum við tóbaksnotkun eru ekki nema hluti þeirra vandamála sem fylgja reykingum. Langvinnur lungnasjúkdómur (COPD) sem fylgifiskur reykinga er ekki fylgikvilli munntóbaks. Hjarta- og æðasjúkdómar eru það ekki heldur, a.m.k. þá í óverulegum mæli,“ segir í umsögn þeirra til velferðarnefndar Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »