Slá upp tjaldbúðum við Tjörnina

Áhugahópur um ferðafrelsi stendur fyrir mótmælagjörningi frá kl.13-15 í dag. Gjörningurinn fer fram á tveimur stöðum; á Arnarhóli og við tjarnarbrúna, á mótum Tjarnargötu og Skothúsvegar. Á þessum stöðum hafa ferðamenn slegið upp tjaldbúðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Hópurinn er óánægður með frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Telur hópurinn að lögin óbreytt muni hefta för almennings um íslenska náttúru og skerða aðgengi til útivistar á Íslandi.

 Síðastliðinn föstudag opnaði hópurinn heimasíðuna ferdafrelsi.is en þar fer fram undirskriftasöfnun þar sem skorað er á þingmenn að samþykkja ekki frumvarpið óbreytt. Þegar hafa hátt í ellefu þúsund mannsskrifað undir mótmælin, segir í tilkynningu.

mbl.is