Huang tekur þátt í útboði

Huang Nubo.
Huang Nubo. mbl.is/Ernir

Zhongkun Europe, félag Huangs Nubo á Íslandi, hefur aukið hlutafé sitt úr 1,2 milljónum í 23,5 milljónir og hyggst taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands. „Við erum ekkert hætt,“ segir Halldór Jóhannsson, talsmaður Huangs á Íslandi.

Halldór segir að hlutafjáraukningin, sem gerð var í lok febrúar, hafi verið nauðsynleg til að félagið geti tekið þátt í gjaldeyrisútboðinu. Um leið var félaginu breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag en Halldór segir að sú breyting hafi sömuleiðis verið nauðsynleg til að félagið geti tekið þátt í útboðinu. Næsta útboð Seðlabankans er á dagskrá 19. mars.

Halldór bendir á að þótt félag Huangs Nubo hafi ekki enn fengi leyfi til fjárfestinga hér þurfi það að greiða fyrir ýmsa þjónustu, s.s. lögfræðinga og endurskoðenda. Krónurnar sem félagið fær fyrir gjaldeyri verða m.a. notaðar til þess en einnig til að undirbúa fjárfestingar hér á landi. Að þessu sinni hyggist félagið aðeins bjóða lágmarksupphæð. „En um leið og við erum skráðir í þessi viðskipti getum við boðið mun hærri upphæð í því næsta eða þarnæsta,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert