Með elsta stúdentspróf á landinu

Hér má sjá Gissur í hópi nýstúdenta fyrir 5 árum, …
Hér má sjá Gissur í hópi nýstúdenta fyrir 5 árum, á 80 ára stúdentsafmæli hans. Í vor eru liðin 85 ár síðan hann lauk stúdentsprófi. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Í dag er 104 ára afmæli Gissurar Ó. Erlingssonar loftskeytamanns, fyrrverandi umdæmisstjóra Pósts og síma og löggilts skjalaþýðanda. Gissur er elstur íslenskra karla og fimmti elsti núlifandi Íslendingurinn. Tæp 85 ár eru síðan Gissur lauk stúdentsprófi, sem er Íslandsmet og er enginn á lífi með eldra prófskírteini.

Gissur fæddist í Brúnavík í Borgarfirði eystra 21. mars 1909. Hann býr nú í Seljahlíð í Reykjavík, minnið er gott en heyrnin farin að daprast samkvæmt því sem fram kemur á facebook-síðu Langlífis.

Gissur hefur verið afkastamikill um ævina og hefur sem dæmi þýtt 160 bækur og á 150 afkomendur. Hann stofnaði tvo golfklúbba og lék golf fram yfir nírætt. 

Lengsti afi á Íslandi og man frostaveturinn vel

Gissur ber þá óvenjulegu nafnbót að vera lengsti afi á Íslandi, eins og mbl.is hefur áður sagt frá, því hann er svo ríkur að eiga barnabarnabarnabarnabarn, Braga Fjölnisson, sem fæddist árið 2010 og varð þriggja ára í febrúar. 

Eins og gefur að skilja man Gissur tímana tvenna á langri ævi og nú í janúar fékk mbl.is hann til þess að rifja upp frostaveturinn mikla árið 1918. Hann var þá 9 ára gamall og bjó að því að eiga góða móður sem gætti þess að hann væri vel klæddur og yrði aldrei kalt.

Viðtal mbl.is: Var ekki kalt frostaveturinn mikla

Þessa mynd tók Birkir Pétursson, barnabarn Gissurar í afmælisveislu sem …
Þessa mynd tók Birkir Pétursson, barnabarn Gissurar í afmælisveislu sem haldin var honum til heiðurs í Seljahlíð í dag. Ljósmynd/Birkir Pétursson
Sex ættliðir á lífi. Aftari röð: (f.v.) Sigurður Rúnar, Bragi, …
Sex ættliðir á lífi. Aftari röð: (f.v.) Sigurður Rúnar, Bragi, Fjölnir og Ólafur Kjartan. Fremri röð: Gissur og Jóhanna. Myndin var tekin haustið 2010. mbl.is/Ómar
Morgunblaðið fékk að kíkja í heimsókn þegar lengsti afi á …
Morgunblaðið fékk að kíkja í heimsókn þegar lengsti afi á Íslandi heilsaði upp á nýfætt barnabarnabarnabarnabarnið árið 2010.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert