Var ekki kalt frostaveturinn mikla

Morgunblaðið kom fyrst út þann 2. nóvember árið 1913 og fagnar því aldarafmæli sínu í ár. Á þessum 100 árum hafa fáir atburðir, hvort sem er innanlands eða utan, farið fram hjá blaðinu.

Í febrúar árið 1918 var til dæmis greint frá því í Morgunblaðinu að hafís fyllti hvern fjörð og vog norðanlands og að allnokkrir ísbirnir hefðu gengið á land fyrir austan. Enda var þetta líka frostaveturinn mikli, þegar frost fór víða niður fyrir 30 stig.

Þá var Gissur Ó. Erlingsson níu ára gamall. Hann segir vissulega hafa verið kalt, en móðir hans hafi gætt þess vel að hann væri vel klæddur. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því á þessum tíma að þessi vetur kæmist á spjöld sögunnar fyrir fimbulkulda. 

mbl.is