Samþykktu áheyrnaraðild Kínverja

Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn sem Sigldi frá Kína til Íslands norður …
Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn sem Sigldi frá Kína til Íslands norður fyrir Rússland.

Samþykkt var á fundi Norðurheimskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð í dag að veita Kínverjum áheyrnaraðild að ráðinu auk Indlands, Suður-Kóreu, Ítalíu, Japans og Singapore.

Fram kemur á fréttavef breska viðskiptablaðsins Financial Times að endanlegri afgreiðslu umsóknar Evrópusambandsins hafi verið frestað að kröfu Kanadamanna vegna banns sambandsins á innflutningi á selaafurðum.

mbl.is