Funda fyrir innan byrgða glugga

Byrgt var fyrir rúður í Rúgrauðgerðinni eftir að fundur miðstjórnar …
Byrgt var fyrir rúður í Rúgrauðgerðinni eftir að fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hófst. mynd/Kjartan Kjartansson

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hófst upp úr klukkan 20.30 en á honum verður fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn rætt. Tekið var á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, með dynjandi lófataki þegar hann gekk inn í fundarsalinn í Rúgbrauðsgerðinni.

Eftir að fundurinn hófst var fréttamönnum vísað úr húsnæði fundarins og byrgt fyrir rúður svo ekki sæist hvað færi fram innandyra. Búist er við því að fundurinn standi yfir í um tvær klukkustundir.

Samkvæmt heimildum mbl.is funduðu formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ásamt aðstoðarmönnum sínum í Alþingishúsinu fyrr í dag. Þá ræddu þeir við nýja þingmenn um viðræðurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert