Leit á Fimmvörðuhálsi

Útivistarhópur á Fimmvörðuhálsgöngu.
Útivistarhópur á Fimmvörðuhálsgöngu. Ljósmynd/Útivist

Fyrir rúmum hálftíma voru björgunarsveitir í Vík, Hvolsvelli, Landeyjum, undir Eyjafjöllum og frá Hellu kallaður út til leitar að manni á Fimmvörðuhálsi.

Um er að ræða franskan ferðmann sem hringdi í Neyðarlínu, sagðist veikur, orðinn örmagna og óskaði eftir aðstoð. Áður en tókst að fá nánari upplýsingar slitnaði símtalið og ekki hefur náðst á manninn aftur.

Björgunarsveitir eru á leið á vettvang og munu einbeita sér að því að leita gönguleiðina frá Þórsmörk yfir að Skógum.

mbl.is

Bloggað um fréttina