Hyggst afnema skerðingar

Eygló Harðardóttir
Eygló Harðardóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

„Fyrsta skrefið verður að afnema þær skerðingar sem aldraðir, sem og öryrkjar, máttu sæta á síðasta kjörtímabili,“ segir Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, en Landssamband eldri borgara hefur óskað eftir fundi með henni til að ræða málefni aldraðra. 

Eygló skrifar um málið á vefsvæði sitt og segist einnig vilja sjá að frekari breytingar feli í sér minni tekjutengingar. „Þannig munum við vonandi vinna að breytingum á lífeyriskerfinu í góðu samráði við aldraða og aðila vinnumarkaðarins, fara í gegnum þær tillögur sem voru undirbúnar á síðasta kjörtímabili og skoða hvort þær séu í samræmi við stefnu stjórnarinnar.“

mbl.is