Fá 4,8% launahækkun

Heilbrigðisstofun Vesturlands á Akranesi.
Heilbrigðisstofun Vesturlands á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Skrifað var undir nýjan stofnanasamning við hjúkrunarfræðinga Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) í gærkvöldi. Forsendur samningsins eru 4,8% hækkun launa samkvæmt jafnlaunaátaki stjórnvalda, segir í tilkynningu.

Þar sem enginn stofnanasamningur hafði verið gerður við HVE frá stofnun, þá voru í gildi 8 samningar við hjúkrunarfræðinga frá fyrri tíð með nokkrum blæbrigðamun.

Talsvert verkefni var því að leita eftir samræmingu ýmissa þátta og náðust áfangar í þeim efnum. Samningurinn er gerður í trausti þess að fé fáist svo hægt verði að efna þau ákvæði sem leiða  munu til aukinna útgjalda, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina