Vill viðræður um St. Jósefspítala

St. Jósefsspítali.
St. Jósefsspítali.

„Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa óskað eftir formlegum viðræðum við ríkið um framtíðarnotkun þeirra eigna sem hér um ræðir. Ég tel æskilegt að þær viðræður gætu hafist sem fyrst.“

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann gerir að umtalsefni St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, ástand hússins og framtíð þess. Ýmsar hugmyndir hafi komið fram um það með hvaða hætti mætti nýta húsnæðið. Hann bendir hins vegar á að síðan heilbrigðisstarfsemi var hætt í húsinu í byrjun árs 2012 hafi verið unnin skemmdarverk á því, rúður brotnar og krotað á veggi.

„Ljóst er að ráðast þarf í umtalsverðar breytingar og endurbætur á húsnæði St. Jósefsspítala óháð því hvaða starfsemi mun verða í húsnæðinu. T.d. má nefna að hluti húsnæðisins sem tilheyrði spítalanum er í svo lélegu ástandi að ekki er talið hagkvæmt að ráðast í endurbætur til þess að gera það nothæft.“

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina