Börkur fluttur í sjúkrabíl

mbl.is/Hjörtur

Börkur Birgisson var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur skömmu eftir að hann hafði verið færður í lögreglufylgd í Héraðsdóm Suðurlands á öðrum tímanum í dag. Þar var mál ákæruvaldsins gegn Berki og Annþóri Kristjáni Karlssyni þingfest.

Ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Annþóri og Berki fyrir stórfellda líkamsárás, en þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu veist með ofbeldi að fanga á Litla-Hrauni og veitt honum högg sem leiddi til dauða hans í maí í fyrra.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi mætti Börkur í fylgd með lögreglu til þingfestingarinnar kl. 13:15. Þar tók hann svo afstöðu til sakarefnisins. Um hálftíma eftir komuna sagðist Börkur finna fyrir vanlíðan og var kallað á sjúkrabifreið sem kom á vettvang og var Börkur færður út í bifreiðina með sjúkrabörum. Lögreglan segir að ekki hafi verið um forgangsakstur að ræða

Þá segir hún að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvað hafi verið að hrjá Börk, en haft er eftir lögmanni Barkar á vef RÚV að Börkur hafi fengið slæmt brjósklos.

Annþór mætti síðan í réttarsal í kjölfarið til að taka afstöðu til ákærunnar.

Lögreglan á Selfossi var með töluverðan viðbúnað vegna málsins, en þeir Annþór og Börkur er fangar á Litla-Hrauni
.

mbl.is

Bloggað um fréttina