Hópmálsókn ekki í bígerð

AFP

„Það er bara í gangi eitt mál, sem ein kona höfðaði,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Jens Kjartanssonar lýtalæknis sem er einn þeirra lækna sem notuðu hina svokölluðu PIP-púða sem eru silíkonpúðar sem notaðir voru í brjóst.

Málið sem um ræðir var þingfest í október síðastliðnum. Pip-púðarnir reyndust gallaðir og gátu jafnvel lekið. Konum var ráðlagt að láta fjarlægja púðana.

Sigurður segir um málið í Morgunblaðinu í dag að þótt aðeins ein kona hafi höfðað mál gegn Jens enn sem komið er, hafi hann heyrt að mörg hundruð konur hafi hótað málsóknum gegn lækninum. „Síðan var því lýst yfir á einhverju skjali sem ég sá frá lögfræðingi að fleiri mál væru á leiðinni, en það er aðeins þetta eina mál sem hefur komið,“ segir Sigurður. Hann segist furða sig á málshöfðuninni, en hann telur lækni sem notar gallaða og svikna lækningarvöru ekki geta borið ábyrgð á henni.

Hópmálsókn ekki rétt leið

Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður nokkurra kvenna sem leitað hafa réttar síns vegna gölluðu púðanna, segir að ekki sé um hópmálsókn að ræða, enda sé ekki endilega grundvöllur fyrir því. „Mál kvennanna kunna að vera frábrugðin að einhverju leyti og því ekki endilega grundvöllur fyrir því að fara með málið sem hópmálsókn.“ segir Saga. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert