Syrgja móður en gleðjast yfir barninu

Hagbarður Valsson með Rósu Jónu nýfædda í fanginu.
Hagbarður Valsson með Rósu Jónu nýfædda í fanginu.

„Það togast á í okkur tilfinningar, gleði yfir nýju barni og sorg vegna þeirrar sem fór. Maður skilur þetta ekki þegar fólk sem er að ala upp næstu kynslóð er kippt í burtu. Það eru engar skýringar, alveg sama hvað maður horfir mikið til himins þá koma engin svör,“ segir Hreiðar Örn Gestsson sem stendur fyrir söfnun til styrktar fjölskyldu Guðrúnar G. Sigurðardóttur sem lést 13. júní síðastliðinn í Noregi.

Guðrún var ófrísk og gengin sjö mánuði á leið þegar hún fékk hjartastopp heima hjá sér. Hún var skorinn upp á staðnum og lítilli stúlku bjargað í heiminn en Guðrún lést. Litla stúlkan sem fékk nafnið Rósa Jóna Hagbarðsdóttir er enn á Ullevål sjúkrahúsinu. Það á eftir að koma í ljós hvort henni hafi orðið meint af, þar sem hjarta hennar var stopp þegar hún fæddist. Líðan hennar er eftir atvikum góð. „Hún er pínulítil og má voðalega lítið útaf bregða enda fyrirburi, fædd tveimur mánuðum fyrir tímann,“ segir Hreiðar. 

Yfir 200 manns hafa lagt inn á styrktarreikning fjölskyldunnar á Íslandi og tæp milljón hefur safnast. „Við erum mjög þakklát fyrir allan þennan stuðning sem við höfum notið.“

Guðrún og Hagbarður Valsson áttu fyrir þrjú börn, þau Rakel Maríu 13 ára, Róbert Hólm 11 ára og Regínu Rós 2 ára.  

Erfiðir tímar eru framundan hjá fjölskyldunni og ekki létt að vera að vinna bæði úti og sjá um fjögur börn einn. Hafa því aðstandendur þeirra stofna styrktarreikninga bæði í Noregi og á Íslandi.  

 Guðrún G. Sigðurðardóttir verður jarðsungin frá Hakadalkirkju í Noregi í dag.

 Íslenska reikningsnúmerið: 537 - 04 - 254000 kt:140563-2429

Umsjónarmaður þess er: Hreiðar Örn Gestsson 

Norska reikningsnúmerið er hjá Dnb: 50186804187

Umsónarmaður þess er: Fridenlund

Sjá einnig Facebook-síðu söfnunarinnar. 

Börn Guðrúnar og Hagbarðs: Róbert Hólm, Regína Rós og Rakel …
Börn Guðrúnar og Hagbarðs: Róbert Hólm, Regína Rós og Rakel María
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir
Guðrún Guðmunda Sigurðardóttir
mbl.is