Er 25 stiga hiti á Ráðhústorginu?

Lýgur hann nokkuð? 25°C segir hitamælirinn á Ráðhústorginu á Akureyri.
Lýgur hann nokkuð? 25°C segir hitamælirinn á Ráðhústorginu á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hitamælirinn á Ráðhústorginu á Akureyri sýndi um kl. 14 í dag heil 25 stig. Blaðamaður mbl.is segir veðrið leika við Akureyringa. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hitinn á Akureyri þó „aðeins“ 18°C í hádeginu.

Besta veðrið á landinu er líklega í Ásbyrgi en þar hefur hitinn í dag náð 22,5 gráðum og svipaða  sögu er að segja frá flugvellinum á Sauðárkróki en þar hefur hitinn hæst farið í rúmlegar 22 gráður í dag.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina