Frískir kappar í sjósundi

Íslandsmótið í sjósundi var haldið fyrr í kvöld í Nauthólsvík. Þetta mót var fyrst haldið árið 2009 og hefur stækkað síðan. Keppt var í tveimur vegalengdum, 1 og 3 km, en í hverri vegalengd var einnig keppt í tveimur flokkum, annars vegar þeirra sem synda í venjulegum sundfatnaði og hins vegar þeirra sem synda í sérstökum þríþrautarsundfatnaði. 

Í þriggja kílómetra sundinu í flokki þeirra sem syntu í þríþrautarfatnaðinum kom fyrstur í mark Torben Gregersen á tímanum 44:20 en í flokki þeirra sem aðeins syntu í venjulegum sundfatnaði kom Bára Kristín Björgvinsdóttir fyrst í mark á glæsilegum tíma 42:10. 

Að sundinu loknu gátu sundmenn hlýjað sér í heitu pottunum á Ylströndinni í Nauthólsvík. 

Hér má sjá heildarúrslit úr keppninni

mbl.is